Við kærum okkur ekki um stofnanamál

Staðfærsla hugbúnaðar og þýðingar á textum sem varða tækni, vísindi eða viðskipti eru vandasöm verk. @transcript er fyrirtæki í eigu þýðenda með áralanga reynslu á sínu sviði.

@transcript var stofnað í Köln í Þýskalandi árið 1998 af litlum hópi áhugasamra þýðenda með háskólapróf í faginu. Í dag samanstendur fyrirtækið af tíu sérhæfðum þýðendum, auk starfsfólks sem sinnir ráðgjöf til viðskiptavina, verkefnisstjóra og sérfræðinga í upplýsingatækni. Við njótum aðstoðar móðurmálsþýðenda um allan heim, jafnt í smærri verkefnum sem viðamiklum viðfangsefnum þar sem milljónir orða koma við sögu.

Teymið sem vinnur fyrir þig er eins fámennt og þú óskar eftir og aldrei stærra en verkefnið krefst.

Hvað getum við gert fyrir þig? Hringdu eða sendu okkur tölvupóst!