Skip to main content
  • Beratung
  • Beratung

Með augun á settu marki ‒ og buddunni

Allir sem vilja eiga í viðskiptum í alþjóðaumhverfi verða að geta treyst á gæði þýðinga. Þess vegna gætir aukins áhuga hjá fyrirtækjum á því hvernig þýðing fer fram og hvernig fella megi þýðingarferlið inn í önnur vinnuferli. Það er mikilvægt að forðast óþarfa leiðréttingar sem geta hleypt upp kostnaði og leitt til vandamála þegar tíminn er naumur.
Við gefum gjarnan ráðleggingar um allt sem viðkemur þýðingum og staðfærslu hugbúnaðar. Við auðveldum þér þýðingarvinnu, gerum hana hagkvæmari og komum skipulagi á þýðingarferlið. Þar að auki vinnum við með þér að lausnum á því hvernig megi samþætta þýðingarferla og aðra vinnuferla og gera þá eins skilvirka og kostur er.

Við búum yfir víðtækri reynslu, jafnvel af mjög umfangsmiklum og flóknum verkefnum sem við höfum unnið fyrir þekkt fyrirtæki, og eigum því ekki í neinum vanda með að setja okkur inn í aðstæður hvers og eins. Við viljum gjarnan gera þér tilboð.