Skip to main content
  • Sprache
  • Sprache
  • Sprache
  • Sprache

Við höfum vald á tungumálum

M.ö.o. eru þýðendur okkar afar hæfir á sínu sviði. Um það fullvissum við okkur áður en við hefjum samstarf við þýðanda, enda krefst það sérstakrar fagþekkingar að þýða texta á sviði lækninga-, fjarskipta- eða tölvutækni. Þýðendur sem staðfæra hugbúnað verða ennfremur að geta greint á milli textans sem til þýðingar er og forritunarkóðans. Þýðendur sem vinna við aðra tegund texta, t.d. á sviði auglýsinga eða almannatengsla, verða aftur á móti að gæta sérstaklega að stíl og því sem vakir fyrir höfundi með markaðssetningunni.

Þýðingarþjónusta okkar:

Áætlunargerð

Hvert þýðingarverkefni hefst á samtali. Í samvinnu við þig gerir fulltrúi okkar nákvæma þarfagreiningu og veitir ráðgjöf um vænlegustu leiðir að settu marki.

Notkun á fyrri þýðingum

Við þýðum aðeins nýjan og breyttan texta. Það sem áður hefur verið þýtt er geymt í þýðingarminni og tiltækt hvenær sem á þarf að halda við uppfærslu á eldri texta. Allir þýðendur nota sama gagnagrunninn og uppfæra hann samfara því sem vinnunni fleytir fram. Þannig tryggjum við að gott samræmi sé á milli allra verkefna sem við vinnum fyrir þig.

Stjórnun margtyngdra verkefna

Skipulagning verksins er í höndum verkefnisstjóra sem hefur umsjón með öllu þýðingarferlinu. Hann samræmir gögn og tímamörk fyrir viðkomandi tungumál, undirbýr efnið fyrir þýðingu og afgreiðir fyrirspurnir sem kunna að koma frá þýðingarteyminu. Okkar vinnu er ekki lokið fyrr en þú ert fyllilega ánægð(-ur) með árangurinn.

Staðfærsla

Þegar vel hefur tekist til með staðfærslu hugbúnaðar, virkar viðmótið á notandann eins og það hafi beinlínis verið búið til fyrir marksvæðið. Í því sambandi nægir ekki að þýða viðkomandi texta heldur verður að gefa gaum að menningar- og tæknitengdum atriðum sem varða þetta svæði. Þar má nefna mælieiningar, rithátt talna og póstfanga sem og gildandi lög og reglur á hverjum stað.

Þýðingar

Við getum séð þér fyrir þýðingum yfir á öll aðaltungumálin því tengslanet okkar nær til þýðenda um allan heim. Við þýðum texta á sviði lækninga, fjarskiptatækni og raftækni til neytenda. Sérsvið okkar er staðfærsla hugbúnaðar.

Við förum yfir hverja einustu þýðingu til að tryggja að hún sé laus við málvillur og að efnið komist vel til skila. Eftir staðfærslu prófum við hugbúnaðinn til að ganga úr skugga um að engir tæknilegir örðugleikar séu á því að nota hann. Þessi prófunarvinna tryggir ennfremur að samræmi sé milli gagna, hjálparefnis og hugbúnaðar í öllum markmálum.

Íðorðastjórnun

Að baki öllum tækniþýðingum liggur gaumgæfileg íðorðakönnun. Við geymum íðorð í orðabönkum og -listum innan hvers verkefnis. Ef óskað er eftir getum við staðfest, aukið við og uppfært þessi gögn með þeim aðferðum sem tíðkast við faglega íðorðastjórnun. Kosturinn við þetta er sá að samræmi verður í notkun tækni- og íðorða á milli allra þeirra verkefna sem þýðendur okkar vinna fyrir þig.