Við höfum starfað við fagþýðingar, staðfærslu á hugbúnaði og stjórnun margtyngdra verkefna í meira en áratug.
Okkar sérsvið er staðfærsla ‒ þ.e. aðlögun hugbúnaðar og annarra gagna að menningarlegum, málfarslegum og tæknilegum sérkennum viðkomandi markaðssvæðis. Einnig veitum við aðra þýðingartengda þjónustu svo sem gagnastjórnun, prófanir á staðfærðum hugbúnaði, uppbyggingu orðabanka, skrifborðsútgáfu og grafíska vinnslu.
Þjónusta okkar er sveigjanleg og lagar sig auðveldlega að þörfum viðskiptavina okkar því hún er samsett úr sérsniðnum og afar skilvirkum einingum, sem má jafnvel samþætta annarri verkefnisstjórn ef þess er óskað.