Skip to main content
  • @transcript
  • @transcript
  • @transcript
  • @transcript
  • @transcript

Góð skipulagning gefur bestan árangur

Þannig hljóðar okkar uppskrift að skilvirkri þjónustu og vandaðri vinnu. Við byrjum á því að ákvarða í samráði við þig hvað þarf að þýða, hvernig og fyrir hvaða tíma. Frá því að samið er um verkefnið þar til þýðingin er afhent nýturðu faglegrar aðstoðar sama tengiliðs og sama hóps þýðenda. Þetta nær einnig til síðari viðfangsefna. Verkefni frá þér verða í höndum sama fagfólks frá upphafi. Hópurinn öðlast þannig góða þekkingu á efni þeirra og þeim kröfum sem um þau gilda. Með þessu móti er komist hjá tímafrekri vinnu við að samræma og setja nýtt fólk inn í efnið. Það sparar bæði tíma og fjármuni.

Við notum ávallt nýjasta tölvu- og hugbúnað. Það gerir okkur kleift að halda skrám úr öllum helstu forritum á upphaflegu sniði.

Hefurðu verk sem þarf að vinna? Hringdu eða sendu okkur tölvupóst!